Öll hjól á fullu

Er það bara ég, eða eru Rússar að láta miklu meira heyra í sér núna upp á síðkastið?

Njósnara málið góða um daginn og rifrildi við Breta.

Gefa út yfirlýsingar um að þeir eru að gera nýjar tegundir flugskeyta sem ekkert loftvarnarkerfi (Bandaríkjamanna) mun geta stöðvað.

Rífast við canada útaf landrfræðilegri staðsetningu á norðupólnum og olíulindum á því svæði

 Fljúgandi inní lofthelgi hinna og þessara landa bara sona einsog virðist til þess að pirra fólk og aðeins að minna á sig. Voru þeir ekki hérna um daginn t.d.?

 Kannski eru aðrar þjóðir alveg jafn mikið í þessu og maður tekur sérstaklega eftir því þegar Rússar blása í sín horn. Eða þá bara að fjölmiðlar fá miklu meiri lesningu þegar talað er um Rússa í tengslum við vafasamahluti.

Ég veitiggi, þess vegna spyr ég.

Eru Rússara að plana eitthvað stærra?


mbl.is Segja Rússa hafa rofið lofthelgi Georgíu og skotið flugskeyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rússar eru að gera sig breiðari en áður. Mín kenning er sú að Pútín ætli sér eitthvað áhrifamikið hlutverk eftir að yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Á meðal Rússa ríkir mjög sterk þjóðerniskennd, í sambland við ótta við eigin veikleika.Pútin nýtir sér þetta til þess að auka á vinsældir sínar með harðri utanríkisstefnu.

Það er heilmikið óuppgert á milli Georgíumanna og Rússa. 20% af landamærunum hafa ekki verið endanlega sett niður, Rússum þykir þeir hallir undir ESB og Georgíumenn æskja inngöngu í NATO og munu líklega ganga í bandalagið 2009. Margir Rússar eiga mjög erfitt við að sætta sig við tvo síðustu hlutina. Auk þess hafa Rússar haft afskipti af málum þjóðernisminnihluta í Georgíu og það hefur valdið spennu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Leo Pi.

Höfundur

Leo Pi.
Leo Pi.
Spáir fyrir framtíðina. . .
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fibonacci 20zonnebloem.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband