2.8.2007 | 10:53
Fátæki námsmaðurinn
Ég hef heyrt skoðanir bæði frá hagfræðilegum pælingum um að "áfengi sé munaðarvara" og þess vegna sé réttast og eðlilegt að skattleggja það í botn. Svo eru þeir sem halda því fram að áfengisneysla muni aukast þegar verð er lækkað.
Tökum fyrst þessa pælingu með skattinn. Ef að áfengi er munaðarvara ættu að vera bein tengsl á milli efna einstaklinga og neyslu þeirra. Þ.e. að þeir sem eru vel stæðir neyti meira áfengis. Ég er ekki með neinar tölur yfir þetta, en ég er nokkuð viss um að neysla sé ekki í línulegu sambandi miðað við laun, ef eitthvað er myndi ég halda að það væri frekar í öfugu sambandi, þ.e. að þeir sem eru með minna á milli handanna neyti áfengis í meira magni að staðaldri, því það er kannski með ódýrustu skemmtun sem hægt er að fá til þess að komast burt frá hversdagsleikanum.
Hinsvegar held ég að þeir sem hafa meira á milli handanna eyði að staðaldri meira í áfengi, eru meira í léttvíni, kaupa dýrari flöskur og koma upp lager og svo framvegis. Það mun samt ekki hætta, þetta fólk á ekki eftir að hætta að kaupa vín. Ef eitthvað er þá mun það í stað þess að kaupa gömlu flöskuna sem kostaði 10 þús fyrir 7 þús, myndi það kaupa aðra flösku fyrir 10 þús, jafnvel færa sig upp í 12 þús af því að þau eru að fá miklu meira fyrir peninginn. Svo að í rauninni væri ekkert að breytast í þeim eyðslu á áfengi, heldur væri fólk bara að fá betri gæði fyrir sama verð, og aðrir efnaminni gætu jafnvel séð sér fært um að kaupa flöskuna á 7 þúsund og eru því líka búin að fá aukningu á lífshögum þannig séð.
Neyslymynstrið mun líka breytast, fólk mun færa sig meira á galeiður borgarinnar í staðinn fyrir að sitja heima og klára vínið sitt heima til þess að spara að kaupa sér niðrí bæ. Lækkun áfengisverðs myndi að mínu mati dreyfa neyslunni yfir lengri tíma (á hverju kvöldi) og fólk myndi ekki stressa sig á því að klára allt sem það er með, af því að því meira sem þú borgar fyrir eitthvað, því verðmætara upplifiru það, og þegar þú upplifir eitthvað sem verðmæti viltu ekki láta það fara til spillis og trekkir því oní þig þess vegna.
Ég held að lækkun á áfengisverði muni skila sér til hinnar almennu fjölskyldu sem er á leiðinni út í lífið.
Efnaða fólkið kaupir betra og dýrara vín,
Unglingar redda sér alltaf pening fyrir áfengi ef þau ætla að fá sé áfengi.
Áfengissjúklingar redda sér alltaf víni, en hinsvegar ef það er ódýrara, temprast kannski neyslan, eða þá að þeir hafi meira til afgangs og geta farið með krakkann útí ísbúð einstaka sinnum inn á milli.
Ungt fólk og fjölskyldufólk finnur ekki jafn mikið til í buddunni, sem þýðir að andrúmsloft verður afslappaðra...
Vinir og vandamenn sem kíkja í heimsókn eiga kannski von á því að að litli fátæki námsmaðurinn sjái sér fært að veita gestum sínum þann litla munað sem einn ískaldur bjór á laugardagseftirmiðdegi er og styrkja þannig vinaböndin með því að njóta tímans saman.
Kv.
Pi
Aukin neysla og heilsutjón afleiðingar lægra áfengisverðs" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Leo Pi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.